62% - 8. Dec 2020 - Stafræna hæfnihjólið
Stafræna hæfnihjólið er geislarit sem sýnir stafræna hæfni á sextán mismunandi sviðum.
Hver geisli stendur fyrir eitt hæfnisvið og er gefin stigatala milli 0 og 100%. Í miðjunni birtist heildarstigatalan sem gefur til kynna stafræna hæfni þína.
Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að ýta undir stafræna hæfni. Það hjálpar þér að henda reiður á og fá yfirsýn yfir það hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og á hvaða sviðum þú gætir bætt þig.
Ábending: Smelltu/ýttu á skýringarmyndina til að fá frekari upplýsingar um hæfnisviðið
Eftirfarandi þrjú hæfnisvið eru þau sem þú ættir að vinna sérstaklega að því að bæta til þess að auka stafræna hæfni þína. Hafðu í huga að þessi hæfnisvið kunna að vera mismikilvæg fyrir þína starfsgrein. Þess vegna er best að setja það í forgang að afla þér viðeigandi og hagnýtrar þekkingar í stafrænni hæfni, á þeim sviðum sem er ábótavant.
Smelltu á einhverja af skýringarmyndunum til að fá frekari upplýsingar um hæfnisviðið
Dæmi um æfingar á ráðlögðum hæfnisviðum
Getan til þess að leita að og finna stafrænar upplýsingar, vafra á milli mismunandi vefheimilda og sía burt óviðeigandi upplýsingar.
Æfingar
Læra að nota ítarlegri leitareiginleika Google, eins og leit innan ákveðins tímabils, leit að setningum, að sleppa tilteknu orði og að raða niðurstöðunum.
Leita að tilteknum einstaklingum til að vita meira um þá og geta tekið ígrundaðar ákvarðanir, til dæmis umsækjendum, fyrirlesurum eða utanaðkomandi ráðgjöfum.
Ég vil finna traustar heimildir á tilteknu sviði og fylgja þeim, s.s. á Twitter, LinkedIn eða í gegnum RSS-straum frá viðeigandi miðlum.
Leita eftir enskum leitarorðum þegar engar gagnlegar niðurstöður á íslensku finnast. Leitað er í langtum stærri upplýsingagrunni fyrir ensku.
Leita að efni eftir margmiðlunarsniði eða skráarsniði, svo sem mynd á tilteknu skráarsniði og í uppgefinni upplausn.
Kanna hvernig best er að leita að upplýsingum og gögnum sem geymd eru innan fyrirtækisins/stofnunarinnar.
Getan til þess að gera breytingar á eða þróa stafrænar lausnir sem geta leyst verkefni á sjálfvirkan hátt, að hluta til eða að öllu leyti.
Æfingar
Komast að því hvernig dæmigert ferli við hugbúnaðarþróun gengur fyrir sig, til dæmis samkvæmt Agile-aðferðafræðinni.
Ræða við forritara um hvaða áskoranir koma oftast upp í nýjum forritunarverkefnum.
Komast að því hvers vegna ummælakerfi á vefsíðu er lengur að hlaðast en annar texti.
Skilja hvernig forritari skrifar kóða til að leysa tiltekið verkefni.
Búa til einfalda vefsíðu til þess að öðlast betri skilning á því hvernig hugbúnaðarþróun gengur fyrir sig. Gott er að fylgja kennsluefni sem býður upp á slíkt.
Setja fram hugmynd til yfirmanna í samstarfi við vinnufélaga, um hvernig hægt er að sjálfvirknivæða tiltekið ferli og spara tíma í daglegum störfum.
Getan til að meðhöndla, skilja og leggja gagnrýnið mat á stafrænar upplýsingar sem eru sendar eða mótteknar.
Æfingar
Skoða vöruupplýsingar frá söluaðila við kaup á vöru og lesa mat sérfræðinga á vörunni ásamt umsögnum almennra kaupenda vörunnar.
Ég vil finna traustar heimildir á tilteknu sviði og fylgja þeim, s.s. á Twitter, LinkedIn eða í gegnum RSS-straum frá viðeigandi miðlum.
Vinna æfingar sem byggja á því að skoða hvar efni birtist, hvenær það er skrifað, hvar það er gefið út og hvers vegna það var búið til. Þannig eykst geta til þess að leggja mat á áreiðanleika með skjótum hætti.
Haga skrifum þannig að aðrir geti lesið þau með sömu gagnrýnu augum og litið er á efni annarra, til dæmis með því að gefa upp sendanda, dagsetningu, höfund og staðsetningu.
Komast að því hver er eigandi léns, og þar með raunverulegur útgefandi upplýsinganna sem þar birtast, til dæmis með því að fletta léninu upp á ISNIC.
Myndritið hér fyrir neðan sýnir stafræna hæfni þína samanborið við eðlileg mörk. „Eðlileg mörk“ gefa vísbendingu um hvernig fólk svarar oftast.
Taktu eftir því hvort eitthvert hæfnisviðið sker sig verulega úr. Ef stig fyrir tiltekið hæfnisvið eru hærri en meðaltalið, mælist sú hæfni sérstaklega mikil, en ef stigatalan fellur undir meðaltalið er hæfnin hlutfallslega lítil.
Viðmiðanir
Stigahlutfall upp á 0% merkir að hæfnin liggur rétt í meðaltalinu, en jákvæð tala merkir að hæfnin er meiri en almennt gerist.
Kosturinn við þessa viðmiðunaraðferð er að það er ekki lengur heildarstigafjöldinn sem skiptir máli, heldur hvernig stigin falla samanborið við aðra.
Heildarstigatalan 62% setur þig í flokkinn stafrænn bachelor.
Stafrænn bachelor getur á sjálfstæðan hátt nýtt sér stafræn fyrirbæri. Hann getur yfirfært fræðilega þekkingu á aðstæður sem upp koma í starfi hans. Hann þarf að fá skýra og góða ferla til að vinna eftir og getur lent í vandræðum með nýjar áskoranir.
Stafrænn prófessor
Stafrænn lektor
Stafrænn kandídat
Stafrænn bachelor
Stafrænn nemandi
Stafrænn byrjandi
Afritaðu og vistaðu eftirfarandi tengil. ATH.: Allir sem fá tengilinn geta séð niðurstöðurnar.